Tilvalinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna.

Bora Bora nýtur afgerandi sérstöðu fyrir einstaka þjónustu, ljúft viðmót og frábæran aðbúnað.

Velkomin til Bora Bora

Á stofunni okkar í Grafarholti er bjart nánast alla daga ársins. Meðalhiti er 25°C og helst ótrúlega jafn þrátt fyrir staðsetningu.

Stutt er í golfvelli og fjölbreyttar náttúruperlur auk þess sem göngutúr á Úlfarsfellið gæti verið hluti af heimsókn til okkar.

Biðstofan iðar af lífi, fólk lætur fara vel um sig í mjúkum leðursófum, kíkir í nýjustu tímaritin, nýtur útsýnis yfir Esjuna eða horfir á skrautfiskana synda um í ferskvatnsfiskabúrinu.

Viðskiptavinir okkar mæla með Bora Bora tannlæknum, enda koma þeir aftur og aftur.

Meira um Bora Bora

Þjónusta í boði

Á Bora Bora bjóðum við upp á alla almenna tannlæknaþjónustu og ættu því allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Það er sama í hvað tilgangi þú heimsækir Bora Bora, við leggjum okkur alltaf fram um að láta þér líða sem best.

Þjónusta Bora Bora Verðskrá

Láttu það eftir þér

Það er einfalt að panta tíma hjá okkur. Þú hringir í 581 1088 eða sendir okkur tölvupóst á upplysingar@borabora.is.

Við tökum brosandi á móti þér.